Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Birtist fyrst í Vikublaðinu

Markvissari fjársöfnun til sveltandi fólks á Gaza

27.06.2025

„Það bætast nýir félagar við daglega og fyrir það erum við afskaplega þakklát. Ætli við séum ekki orðin um 70 talsins og fer fjölgandi. Við þiggjum að sjálfsögðu frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og félaga með miklum þökkum, þau eru forsenda þess að við getum hjálpað áfram,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í líknarhjúkrun, en hún hafði forgöngu um stofnun almannaheillafélagsins Vonarbrúar svo hægt væri að fara í markvissa fjársöfnun til frekari aðstoðar á Gaza svæðinu.

Kristín hefur undanfarin misseri haldið úti óformlegu hjálparstarfi frá heimili sínu í Sigluvík á Svalbarðsströnd til fólks á Gaza. Vikublaðið heyrði í Kristínu í ágúst í fyrra um sitt hjálparstarf heima, en þá var hún í sambandi við sjö fjölskyldur.

Hér má sjá þau Sham 5 ára og Adam 3 ára börn í skugga ófriðar

„Það bætast nýir félagar við daglega og fyrir það erum við afskaplega þakklát. Ætli við séum ekki orðin um 70 talsins og fer fjölgandi. Við þiggjum að sjálfsögðu frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og félaga með miklum þökkum, þau eru forsenda þess að við getum hjálpað áfram,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í líknarhjúkrun, en hún hafði forgöngu um stofnun almannaheillafélagsins Vonarbrúar svo hægt væri að fara í markvissa fjársöfnun til frekari aðstoðar á Gaza svæðinu.

Kristín hefur undanfarin misseri haldið úti óformlegu hjálparstarfi frá heimili sínu í Sigluvík á Svalbarðsströnd til fólks á Gaza. Vikublaðið heyrði í Kristínu í ágúst í fyrra um sitt hjálparstarf heima, en þá var hún í sambandi við sjö fjölskyldur.

Þetta er Reem litla þriggja ára sem var í blaðinu í fyrra, þarna búin að eignast lítinn bróður síðan þá, Adam, sem fæddist 15. desember síðastliðinn. 

Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í líknarhjúkrun, hefur ásamt fleirum stofnað almannaheillafélagið Vonarbrú. Hér er hún með dóttur sinni Sóleyju Maríu Kristínardóttir, hún er sálfræðingur.

„Það bætast nýir félagar við daglega og fyrir það erum við afskaplega þakklát. Ætli við séum ekki orðin um 70 talsins og fer fjölgandi. Við þiggjum að sjálfsögðu frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og félaga með miklum þökkum, þau eru forsenda þess að við getum hjálpað áfram,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í líknarhjúkrun, en hún hafði forgöngu um stofnun almannaheillafélagsins Vonarbrúar svo hægt væri að fara í markvissa fjársöfnun til frekari aðstoðar á Gaza svæðinu.

Kristín hefur undanfarin misseri haldið úti óformlegu hjálparstarfi frá heimili sínu í Sigluvík á Svalbarðsströnd til fólks á Gaza. Vikublaðið heyrði í Kristínu í ágúst í fyrra um sitt hjálparstarf heima, en þá var hún í sambandi við sjö fjölskyldur.

500 sveltandi tekin af lífi

Síðustu vikur hafi herinn tekið hátt í 500 sveltandi manneskjur af lífi við að reyna að ná í mat fyrir börn sín sem bíða hungruð í tjöldum og húsarústum. Hún segir frá 18 ára vini fjölskyldu sem hún þekkir sem ætlaði að freista þess að ná í mat fyrir systkini sín. Hann særðist fyrst við að fá sprengjubrot í sig og var síðan tekinn af lífi með skoti þráðbeint á milli augabrúnanna. „Þetta eru fjöldamorð sem eiga sér stað þarna við svokallaða matarúthlutun til sveltandi þjóðar. Um 40 manns er saknað eftir þessar vikur og um 3500 manneskjur hafa særst. Og við vitum öll hve vanbúin sjúkrahúsin eru til að taka á móti særðu fólki, herinn hefur séð til þess.“

Með uppbrettar ermar

Fólki á Gaza sé því bókstaflega allar bjargir bannaðar. Staðan hafi aldrei verið verri. Eina von fólksins sé hjálp frá einstaklingum utan úr heimi. „Ég hafði svarað því kalli fyrir rúmu ári og hef verið með uppbrettar ermar síðan. Við höfum bjargað mannslífum og munum halda því áfram. Fyrir utan sálgæslu, ráðgjöf og vináttu í gegnum samfélagsmiðla og myndsímtöl, höfum við sent peninga fyrir mat, hreinlætisvörum, lyfjum og sent styrki fyrir og eftir fæðingu barna. Einnig styrki fyrir nýjum tjöldum eða húsaleigu. Allt er á svartamarkaðsverði og fólkið er tekjulaust. Öðrum eins hetjum og öðlingum hef ég ekki kynnst um ævina. Yfirvegun þeirra og þrautseigja er engu lík en þau geta ekki meira.”