Höfundur: Auður Jónsdóttir og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Birtist fyrst í Heimildinni

„Viltu muna mig” Heimildin

17.05.2025

Það er verið að brenna börn til bana. Kremja þau undir rústum. Sprengja þau í tætlur. Stundum þarf að tína líkin upp sem tætlur, settar í poka,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir, sem notar frítíma sinn til að styðja við fjölskyldur á Gaza í gegnum myndaspjall á Facetime.

Starfsreynslan veitir henni styrk þegar hún hjalar við börn sem gætu dáið í næstu árás Ísraelsmanna. Hún þekkir orðið börnin vel og veit að fjölskyldan kvíðir nóttinni þegar lesið er í hljóð sprengjuflugvéla, svo vön þeim að þau greina á hljóðinu hvort árás sé í vændum eða ekki. Ef það heyrist í þyrlu eru þau viss, árás er á leiðinni. Og foreldrar sofa þétt upp við börnin svo þau deyi saman ef sprengja fellur á tjaldið.

Til að hughreysta börnin nær hún stundum í hundana sína tvo, Skotta og Astro, sem tóku á móti blaðamanni á heimili Kristínar, Sigluvík í Eyjafirði.

Greininn í heild: https://heimildin.is/grein/24572/viltu-muna-mig/