
Um félagið
Vonarbrú er almannaheillafélag með starfsemi yfir landamæri, stofnað sumarið 2025, með það að markmiði að stuðla að mannúð og hjálp í neyðartímum.
Kristín S. Bjarnadóttir stofnandi Vonarbrúar er hjúkrunarfræðingur að mennt, hún er formaður stjórnar og framkvæmdastjóri félagsins. Hún hefur átt í nánu sambandi við ungar barnafjölskyldur á Gasa í meira en ár þar sem hún hefur veitt þeim bæði sálgæslu í gegnum myndsímtöl og fjárhagslega aðstoð. Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og gefið þeim von. Með stofnun Vonarbrúar hefur þessi hjálp færst í formlegri farveg og tryggt frekari stuðning. Í stjórn Vonarbrúar sitja Birgir Hauksson, Kristín S. Bjarnadóttir og Ragnheiður K. Steindórsdóttir.
Tilgangur Vonarbrúar
Tilgangur félagsins er meðal annars að safna fjármagni til að styrkja u.þ.b. 70 stríðshrjáðar barnafjölskyldur sem búa við mjög erfiðar aðstæður á Gaza, þar sem ástandið hefur versnað verulega undanfarin misseri. Markmiðið er að veita þessum fjölskyldum nauðsynlegan stuðning við kaup á mat, hreinlætisvörum og öðrum mikilvægum nauðsynjum.
Hvernig komast styrkirnir til fjölskyldnanna?
Styrkir eru sendir beint til fjölskyldnanna á staðfesta söfnunarreikninga þeirra eða með bankamillifærslum. Rúmlega árs reynsla er komin á fyrirkomulagið og hefur fólk fengið styrki sem annars hefði ekki haft neina aðstoð, enda er alþjóðlegum hjálparstofnunum meinað að hjálpa.
Allir mannúðarvinir eru hvattir til að taka þátt og vinna saman að því að bjarga mannslífum. Saman munum við skapa von í erfiðum aðstæðum. Við, mannúðarvinir, getum breytt lífi fólks sem býr við neyð, til betri vegar með heildstæðum stuðningi og kærleiksríku framlagi. Öllum er velkomið að leggja sitt að mörkum í þessu mikilvæga verkefni.