Gjafabréf

Gefðu gjöf sem skiptir máli

Vonarbrú hefur nú hafið sölu á gjafabréfum sem gera þér kleift að styrkja í nafni þeirra sem þér þykir vænt um. Gjafabréfin eru falleg gjöf við hátíðleg tilefni og stórar stundir í lífinu – hvort sem er fyrir vini eða ættingja.

Flest eiga allt sem þau þurfa, en gleðjast yfir því þegar gefið er af hjarta til þeirra sem standa frammi fyrir erfiðleikum.

Með gjafabréfi frá Vonarbrú ertu ekki aðeins að færa gjöf, heldur að miðla von og stuðningi til þeirra sem mest þurfa á að halda.

Öll hönnun á gjafabréfum og kynningarefni þeim tengdum er í höndum Katrínar Bjargar Þórisdóttur.

Hér fyrir neðan má sjá gjafabréfin sem við bjóðum uppá og athugið að upphæðirnar eru ekki fastar:

G1

G2

G3

G4

G5

G6